Leikskólinn Hraunborg tók til starfa haustið 1984. Hann stendur við Hraunberg í Efra-Breiðholti í jaðri Elliðaárdals. Stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Í leikskólanum dveljast samtímis 65 börn á aldrinum eins til sex ára á þrem deildum. Deildirnar heita Þrastaland (1-2 ára), Spóaland (3-6 ára) og Lóuland (3-6 ára). Starfsmenn eru 18 talsins.
Leikskólastjóri er Sigríður Fanney Pálsdóttir