Leikskólinn Holt var stofnaður árið 2010 við sameiningu leikskólanna Fellaborgar og Völvuborgar og þar starfa um 30 manns. Fjöldi barna eru 92 og dvelja þau á 6 aldursskiptum deildum sem skipt er milli tveggja húsa. Stóra-Holt er fyrir eldri börnin og heita deildirnar Sel, Bakki og Hóll en Litla-Holt er fyrir þau yngri og heita deildirnar þar Berg, Litla Fell og Stóra Fell.
Leikskólastjóri er Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir