Kvenfélag Oddakirkju hóf rekstur leikskóla sumarið 1974 og þá undir stjórn Eddu Bjarkar Þorsteinsdóttur sem var fyrsti starfsmaður leikskólans á Hellu og ein af frumkvöðlum að stofnun leikskólans. Fyrstu árin starfaði leikskólinn aðeins yfir sumartímann. Fyrsti leikskólastjóri heilsársleikskóla var Sólveig Stolzwald en þá var leikskólinn í Nestúni 5. Seinna flutti leikskólinn í Útskála 1. Haustið 1976 tók Rangárvallahreppur við rekstri leikskólans og sá um rekstur hans þar til í júní 2002, þegar Rangárþing ytra tók við rekstrinum. Í nóvember 1989 fluttist leikskólinn úr Útskálum 1 í núverandi húsnæði að Útskálum 2 . Þar eru Bangsadeild og Fíladeild. Í nóvember 2006 opnaði Trölladeild að Útskálum 1. Október 2007 opnaði svo Gljábær í Þykkvabæ þar sem áður var rekinn leikskóli í húsnæði Grunnskólans í Djúpárhreppi. Gljábæ hefur verið lokað.
Heklukot er nú þriggja deilda leikskóli: Bangsadeild , Fíladeild og Trölladeild. Boðið er upp á vistun fyrir börn frá 1. árs aldri og geta þau dvalið í leikskólanum fram að grunnskólagöngu.
Á Heklukoti er opið frá kl. 7:45 til kl. 16:15. Hægt er að dvelja í leikskólanum 4, 5, 6, 7, eða 8 stundir.