Leikskólinn Bæjarból er fjögurra deilda leikskóli í hjarta Garðabæjar.
Leikskólinn er elsti leikskólinn í Garðabæ sem byggður er sem leikskóli og var hann tekinn í notkun 1976.
Bæjarból er heilsuleikskóli og hefur starfað undir nafni þess síðan 2010.
Við leggjum ríka áherslu á hreyfingu og almennt heilbrigði í starfinu okkar.
Við erum með hreyfisal sem deildirnar skiptast á að nota og verið er að byggja nýjan sal hjá okkur þar sem við ætlum að koma upp matstofu. Þar verða hugmyndir um matstofu viðhafðar þar sem boðið verður upp á þægilegt umhverfi og valdeflingu fyrir börnin í matmálstímum.
Börnin fá sér sjálf á disk og velja sér sjálf sæti og með hverjum þau sitja.
Matinn fáum við fá Matartímanum, hann kemur til okkar tilbúinn til eldunar.
Í starfinu okkar leggjum við áherslu á Leikgleði, aga og lífsleikni og störfum eftir hugmyndum John Dewey. Þar sem börnin læra í gegnum eigin reynslu og skynjun.
Frjálsi leikurinn fær mikið rými í dagsskipulaginu okkar og skipuleggjum námsumhverfið út frá því.