Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir börn í 1.-6. bekk.
Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Skólinn er í útjaðri Laugardalsins og örstutt er í sundlaugarnar, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Grasagarðinn, Laugardalshöll, Laugardalsvöll, skautasvellið og íþróttasvæði Þróttar/Ármanns. Laugarnes- og Laugalækjarskóli mynda saman grunnskóla Laugarneshverfis, annar starfar á barnastigi og hinn á unglingastigi.