Skólinn leggur áherslu á að veita nemendum sem besta menntun í námsumhverfi þar sem þeim líður vel og læra að bera ábyrgð á námi sínu. Eitt helsta markmið skólans er að veita nemendum haldgóða og vandaða menntun og búa þá sem best undir frekara nám.
Skólabragur Kvennaskólans einkennist af heimilislegu andrúmslofti, jákvæðni, góðri umgengni og góðum samskiptum nemenda og starfsfólks og gagnkvæmri virðingu þeirra á milli. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, vinnusemi nemenda og að góður vinnufriður ríki í kennslustundum. Sérstök áhersla er lögð á metnað og ábyrgð í námi, persónuleg og hlýleg samskipti, gildi tjáningar og þá samskiptahæfni sem nauðsynleg er í samskiptum ólíkra einstaklinga í ólíkum aðstæðum.