KRUMMA var stofnað árið 1986 undir nafninu Barnasmiðjan ehf af hjónunum Elínu Ágústsdóttur, leikskólakennara / tækniteiknara og Hrafni Ingimundarsyni, vélfræðingi. Hjónin vildu sjá breytingu í vöruúrvali á leiktækjum og leikföngum á íslenskum markaði. Þau voru einu starfsmenn fyrirtækisins fyrstu tvö árin en nú eru þeir rúmlega 20. KRUMMA sérhæfir sig í að hanna og framleiða útileiktæki undir 5 vörulínum. Auk þess rekur KRUMMA leikfangaverslun og heildsölu sem sérhæfir sig í vönduðum og þroskandi leikföngum.
Árið 1993 hlaut Barnasmiðjan, fyrst íslenskra fyrirtækja, viðurkenninguna „Öryggi barna á okkar ábyrgð“ fyrir markvissa stefnu í framleiðslu á leiktækjum. Meðal þeirra sem stóðu að viðurkenningunni eru Foreldrasamtökin, Landlæknisembættið, Slysavarnarfélag Íslands og Umferðarráð. Í lok ársins 2001 varð KRUMMA fyrst íslenskra fyrirtækja til að fá vottun samkvæmt evrópska staðlinum EN 1176 um leikvallasvæði.
KRUMMA-Flow er nýjasta vörulína Krumma. Vörurnar eru hannaðar af Jenný Ruth Hrafsdóttur, verkfræðingi, Ólafi Halldórssyni, iðnhönnuði og Hrafni Ingimundarsyni.
Hönnunin eflir og styður við ímyndunarafl og sköpunargáfur barna. Hönnunin er innblásin af íslenskri náttúrufegurð, síbreytileik hennar og hvernig hún flæðir stöðugt í nýjar birtingamyndir. Tækin falla þannig inn í náttúrulegt umhverfi sitt í þjóðgörðum, almenningsgörðum og opnum svæðum eða hvar sem börn koma saman að leik. Í kjölfar KRUMMA-Flow vörulínunnar var nafni fyrirtækisins breytt úr Barnasmiðjunni í KRUMMA.