KPMG er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði endurskoðunar, bókhalds, alhliða fjármálaráðgjafar ásamt skatta og lögfræði. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 320 einstaklingar á 16 skrifstofum um land allt. Starfsfólk KPMG hefur fjölbreytta reynslu og menntun sem gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að leysa flóknar viðskiptaáskoranir með stuttum boðleiðum. Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum. Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG: