Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Klettur hefur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Helstu styrkleikar Kletts liggja í mannauðinum en félagið hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem býr yfir áralangri reynslu og mikilli sérþekkingu sem nýtist á hverjum degi.
Starfsstöðvar Kletts eru sex talsins. Húsnæði félagsins í Klettagörðum 8-10 er stærst en það er sérhannað fyrir starfsemina og þá úrvalsþjónustu sem Klettur státar af. Klettur Norðurland opnaði á Akureyri árið 2018 en þar er rekin varahlutaverslun og þjónustuverkstæði. Hjólbarðaverkstæði Kletts eru í Klettagörðum, Suðurhrauni Garðabæ, Lynghálsi og í Hátúni og hjólbarðalager í Holtagörðum.
Og í september opnar Klettur nýja starfstöð í Hafnarfirði