Starfsmannafjöldi K16 ræðst af umfangi verkefna hverju sinni en um 80 manns starfa þar alla jafna í fullu starfi ásamt undirverktökum. Þetta eru upp til hópa kraftmiklir einstaklingar sem hafa margir hverjir sýnt af sér sérlegan dugnað og hollustu í starfi í gegnum tíðina og kann fyrirtækið þeim miklar þakkir fyrir. Lagt er upp úr jákvæðum starfsanda og góðum aðbúnaði. Starfsmannafélagið rekur sumarbústað sem stendur félagsmönnum til boða og stendur félagið einnig fyrir ýmsum uppákomum og ferðalögum erlendis annað hvert ár sem þéttir hópinn og eykur starfsánægju.