Inter ehf. býður upp á tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir ásamt því að bjóða upp á góða þjónustu. Fyrirtækið hefur verð Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo s.l.11 ár, eða frá upphafi. Inter með ISO 9001 vottun. Inter ehf var stofnað 4. Júlí 1992. Tilgangur félagsins í upphafi var innflutningur á vörum frá Bandaríkjunum. Fyrirtækið var fyrst staðsett við Barónsstíg í Reykjavík. Árið 1993 var ákveðið að breyta stefnu fyrirtækisins og bjóða upp á vörur frá Japan fyrir heilbrigðisgeirann. Olympus og Sanyo voru fyrstu birgjar fyrirtækisins, Belimed frá Sviss kom í kjölfarið. Reksturinn dafnaði og fyrirtækið flutti í Sóltún 20 þar sem það er staðsett í dag. Birgjum fjölgaði og í dag er Inter í samstarfi við fjölmarga virta birgja sem framleiða flest allt er þarf til reksturs heilbrigðisstofnana.