Leiðandi í matvælaflutningi síðan 1987
Innnes ehf. er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins. Mörg vörumerki fyrirtækisins eru landsmönnum að góðu kunn. Félagið hefur á að skipa samhentum hópi starfsmanna sem tilbúinn er að þjóna viðskiptavinum eins og kostur er.
Dreifingarmiðstöð og skrifstofur eru staðsettar við Korngarða 3 í Reykjavík. Í dreifingarmiðstöð félagsins eru vörur geymdar við bestu aðstæður í háhillugeymslum, frysti-og kæliklefum. Innnes starfrækir gæðakerfi samkvæmt matvælaöryggisstaðlinum ISO 22000, HACCP (GÁMES), Yum (Distribution food safety and quality audit) með tilliti til góðra starfshátta fyrir matvælafyrirtæki.
Starfsfólk Innnes leggur höfuðáherslu á þjónustulipurð, góð persónuleg samskipti við viðskiptavini og nákvæma afgreiðslu pantana á réttum tíma. Hjá Innnes starfar öflug liðsheild sem er staðráðin í að vera fremst á sínu sviði á Íslandi.
Starfsmenn félagsins annast val á vörum, innflutning, markaðssetningu og dreifingu á matvöru fyrir stórmarkaði, þægindaverslanir, hótel, veitingastaði, bakarí og mötuneyti um allt land. Auk þess þjónum við fyrirtækjum með breiðu úrvali af kaffi- og vatnsvélum.