H&S Rafverktakar hf. var stofnað árið 1986 af grunni manna sem starfað höfðu sjálfstætt í byggingariðnaði um árabil. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið unnið að mörgum verkum sem aðal- eða undirverktaki.
Fyrirtækið vinnur samkvæmt gæðastjórnunarkerfi mannvirkjastofnunnar í framkvæmdum á sviði raflagna, bygginga og hönnunar. Einnig eru notuð gæðakerfi ABB, við töflusmíði og afldreifingu. H&S starfar með Samtökum rafverktaka og Samtökum iðnaðarins
SÉRHÆFING H&S:
Almennar raflagnir, tölvulagnir, ljósleiðarar, loftnetslagnir, loftræstilagnir, brunakerfi,
innbrotskerfi, dyrasímakerfi, sjúkrakallskerfi, aðgangsstýrikerfi, instabuskerfi, hönnun
raflagna, raflagnaráðgjöf ásamt hönnun afldreifingar & töflusmíðar.