LAUSNIR :
Um árabil hefur HljóðX komið með lausnir og tæki fyrir ótal samkomu- og kvikmyndahús, kirkjur, íþróttamannvirki, veitinga- og skemmtistaði, ráðstefnusali og fundurherbergi á hótelum, hjá fyrirtækjum og stofnunum, líkamsræktarstöðvar, verslanir og skemmtistaði. Hátalarar, skjáir og tjöld, fjarfundabúnaður, stýringar, magnarar, hljóðmixerar, inni og úti LED skjáir, hljóðnemar, upphengibúnaður, ljós, myndstjórnarbúnaður ofl. ofl.
LEIGA:
Tækjaleiga HljóðX tekur að sér lítil, stór og risastór verkefni. Allt frá partýjum í heimahúsum til stórtónleika í íþróttahöllum. Frá fámennum fundum til útisamkoma eins og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, 17. júní, Hinsegin daga, Menningarnótt og Ljósanótt. Allt gengur upp með reynslu og útsjónarsemi starfsmanna og hágæða tækjabúnaði frá virtum og viðurkenndum framleiðendum fyrir hljóð, ljós, mynd- og sviðsbúnað.
HljóðX er umboðs- og dreifingaraðili Harman samstæðunnar sem m.a. býður upp á JBL, AKG, Martin og fleiri merki. Einnig er HljóðX um umboðs- og dreifingaraðili Roland og flytur inn selur m.a. píanó, trommusett, magnara ofl. ofl. í versluninni HljóðX Rín á Grensásvegi 12.
Skrifstofur, lager og tækjaleiga HljóðX er í Drangahrauni 5, Hafnarfirði.