Árið 2021 voru fyrirtækin Varmi, Rafloft, Proventa og Hitatækni sem öll hafa áratugareynslu í öllu sem viðkemur hita- og loftræsikerfum sameinuð undir nafni Hitatækni.
Elsta fyrirtækið af þessum fjórum fyrirtækjum var stofnað 1963 og byggjum við því á rúmlega 60 ára reynslu. Öll fyrirtækin hafa á undanförnum áratugum byggt upp sérþekkingu á sínu tæknisviði og myndað traust viðskiptasambönd við marga þekkta og öfluga erlenda framleiðendur. Við getum því hæglega hannað heildarlausnir og veitt ráðgjöf um notkun þess búnaðar sem við bjóðum.
Hitatækni selur hágæða búnað fyrir hita og loftræsikerfi ásamt því að taka að sér allt er lítur að stýringu slíkra kerfa. Allt frá stýringu og raftengingum á blásurum upp í forritun og tengingu á hússtjórnarkerfum.
Þjónustusamningar
Við bjóðum upp á þjónustusamninga um viðhald hita- og loftræsikerfa. Með þessu má oftar en ella koma í veg fyrir óþarfa rekstrarstöðvanir og kostnaðarsamar bilanir og tryggja hagkvæmari rekstur.
Hjá okkur starfa rafvirkjar, iðn-, verk- og tæknifræðingar með sérmenntun og áratuga reynslu á sviði hita og loftræsikerfa og getum við því veitt þjónustu á öllu er viðkemur slíkum kerfum. Sérhæfing og samvinna starfsmanna okkar tryggir fyrsta flokks þjónustu.
Loftræsingar
Við bjóðum heildarlausnir á loftræsikerfum og stýringum fyrir heimili, skrifstofur og önnur rými.
Sala á búnaði
Hitatækni bíður búnað frá mörgum af fremstu framleiðendum stýri og loftræsibúnaðar í heiminum. Má þar nefna, Swegon, Belimo, Alerton, Trox, Fidelix, Flowair, Komfovent, Regin, Vaisala, Hygromatik, Systemair, Thermokon, Ziehl-Abegg og fl.