Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sameiningu
Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015.
Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2016 er liðlega 4 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 700 manns.
Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 33.800 manns. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum, s.s. ferðamönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita.
Forstjóri HSU er Díana Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar er Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga er Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri fjármála er Axel Björgvin Höskuldsson og mannauðsstjóri er Cecilie B.H. Björgvinsdóttir. Þeirra vinnuaðsetur er á skrifstofu forstjóra Selfossi.