Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu og öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma. Þjónustusvæðið nær frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri. Þjónustan byggir á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og miðar að því að efla, bæta og viðhalda heilbrigði.