Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk.
Nemendur eru u.þ.b. 450 og eru tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi. Í Háteigsskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda.
Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda.
Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna, vellíðan.