Stefna HÍ fyrir árin 2021-2026 ber yfirskriftina „Betri háskóli – betra samfélag“ og undirstrikar hún það mikilvæga hlutverk sem Háskólinn hefur í þágu framþróunar samfélaga og þekkingarsköpunar í heiminum.
Við tryggjum gæði á öllum sviðum starfsins til að styrkja alþjóðlega samkeppnishæfni í kennslu og rannsóknum.
Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laða að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn.
Við ryðjum hindrunum í samstarfi úr vegi og tökum frumkvæði til að mæta breytingum og áskorunum innan skólans og í samfélaginu.