Hlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins er að rjúfa múra á milli háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar og auka þannig velsæld og fjölga þekkingarstörfum. Framtíðarsýn ráðuneytisins er að íslenskt hugvit verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Auk þess verður unnið markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi og áhersla lögð á að auka traust almennings á upplýsingatækni.
Helstu málefni sem ráðuneytið fer með eru vísindi, háskólamál, fjarskipti, iðnaður, nýsköpun og málefni upplýsingasamfélagsins.
Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.