Hamraskóli tók til starfa haustið 1991 og eru nemendur nú 203 í 1.-7. bekk. Skólinn er heilsueflandi skóli og er áhersla lögð á hreyfingu, gleði og virkni nemenda. Í skólanum er rík áhersla lögð á vinsamlegt skólasamfélag, jákvæð og góð samskipti meðal nemenda og starfsfólks. Unnið er með vaxandi hugarfar þar sem nemendum er kennt að takast á við áskoranir og líta á mistök sem námstækifæri. Leiðsagnarnám er rauður þráður í námi nemenda og á að endurspeglast í öllum greinum, bóklegum sem verklegum. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa sem ætluð er börnum með einhverfu greiningu. Einkunnarorð skólans eru góðvild, ábyrgð og tillitssemi. Framtíðarsýn skólans er að efla leiðsagnarnám í skólanum og að nemendur og starfsfólk tileinki sér hugafar vaxtar.