Árós Pípulagnir veitir alhliða pípulagningaþjónustu og starfar eftir vottuðu gæðakerfi sem samþykkt er af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Á okkar vegum starfar metnaðarfullt fagfólk sem leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, snyrtilega umgengni og áreiðanleg samskipti við viðskiptavini.
Til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar erum við tryggð hjá Sjóvá gagnvart tjóni sem starfsmenn fyrirtækisins kunna að valda verkkaupa meðan á verkinu stendur.