Allt í köku er sérvöruverslun með gott úrval vara til kökuskreytinga, sykurmassaskreytinga, konfektgerðar og baksturs.
Hugmyndin að Allt í köku varð til þegar ég prófaði fyrst að nota sykurmassa til þess að skreyta kökur. Eftir það var ekki aftur snúið. Ég fékk brennandi áhuga á öllu sem viðkemur kökuskreytingum og konfektgerð. Ég vildi alltaf prófa eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég gerði köku, en það var erfitt að nálgast áhöld, mót og hráefni til þess að gefa hugarfluginu lausan tauminn. Þar sem ég var að ljúka meistaranámi í Háskóla Íslands vann ég að hugmyndinni í nokkra mánuði áður en fyrirtækið varð til.
Í upphafi átti Allt í köku aðeins að vera á netinu. Þegar hugmyndin þróaðist aðeins fann ég að netverslun myndi ekki þjóna þörfum viðskiptavina minna að fullu. Vörurnar sem við seljum eru aðeins hluti af því virði sem við bjóðum. Mikil áhersla er lögð á að veita framúrskarandi þjónustu og stuðning við notkun varanna. Allar vörurnar sem við seljum eru matvælavottaðar og framleiddar af sérhæfðum fyrirtækjum sem leggja mikið upp úr gæðum og fallegri vöru.
Ég hefði aldrei getað opnað Allt í köku nema fyrir tilstilli fjölskyldu minnar og vina sem studdu mig alla leið. Ég vil þakka systur minni, Katrínu Ösp, sérstaklega fyrir allar andvökunæturnar, alla aðstoðina og vinnugleðina.
Árið 2012 varð Katrín Ösp meðeigandi Allt í köku. Hún fór til Chicago í Wilton skólann og kom til baka með mikilvæga þekkingu og reynslu sem við miðlum til viðskiptavina okkar á hverjum degi.
Við vonumst til þess að sjá sem flesta í verslun okkar á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Allar okkar vörur eru á heimasíðunni okkar og þeir sem sjá sér ekki fært að koma við í versluninni okkar geta fengið allar upplýsingar í síma 567-9911 eða í tölvupósti, alltikoku@alltikoku.is. Við tökum við öllum greiðslukortum og sendum vörur út á land.