Álfasaga ehf var stofnað árið 2013 og er móðurfélag nokkurra fyrirtækja sem eiga það öll sameiginlegt að framleiða gæða matvöru sem seld er á neytendamarkaði, til stóreldhúsa og til flugfélaga. Markmið Álfasögu er ávallt að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu, stuðla að nýsköpun og vera leiðandi í gæða framleiðslu matvæla.
Dagný & Co. býður uppá fjölbreytt úrval tilbúinna rétta úr hágæða hráefni sem henta vel þegar tíminn er naumur eða þegar fólk vill gera vel við sig með lítilli fyrirhöfn. Í framleiðslu okkar veljum við einungis hágæða hráefni og framleiðum umfram allt bragðgóða rétti.
Móðir Náttúra býður upp á hollari og léttari valkost tilbúinna matvæla og drykkja. Hollusta er okkur hjartans mál og leggjum við okkur ávallt fram um að velja einungis hágæða hráefni fyrir framleiðslu okkar. Vörur okkar byggja á grænmeti, baunum, heilu korni og ávöxtum, þær hafa flestar lítið sykurinnihald og innihalda ekki rautt kjöt.
Flugþjónustan okkar sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum gæðamatvælum fyrir flugveitingar og einkaflugvélar. Álfasaga er löggiltur birgir og hefur aðsetur fyrir starfsemi sína innan Keflavíkurflugvallar. Við höfum víðtæka reynslu af þjónustu við innlend og erlend flugfélög.