Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Starf doktorsnema í tölfræði er laust til umsóknar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna að þróun tölfræðilíkana fyrir hámarksúrkomu. Starfið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknamiðstöð Íslands með verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði.
Verkefnið felst í þróun tölfræðiaðferða sem nýta sem best tiltæk gögn til að spá fyrir um aftaka úrkomu með minna en 24 klst. varanda í breyttu loftslagi framtíðar, og gera spár um aftaka úrkomu aðgengilegar fyrir notendur. Tölfræðilíkan til að meta varandaferla verður sett fram. Líkanið tekur tillit til samdreifni á milli hágilda með mismunandi varanda og samdreifni í rúmi. Verkefnið mun gefa af sér framtíðarspár um aftaka úrkomu sem tekur mið af breytingum á loftslagi samkvæmt viðurkenndum sviðsmyndum loftslagsbreytinga.
MS gráða í tölfræði, gagnavísindum (e. data science), hagnýttri stærðfræði eða skyldum greinum
Reynsla af greiningu á veðurfarsgögnum er kostur
Góð forritunarkunnátta
Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
Ráðning í starfið er háð því að umsækjandi sæki formlega um að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands í viðeigandi deild og að umsóknin sé samþykkt af deildinni.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ráðið verður í starfið frá 1. september 2025, eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir skulu innihalda:
Kynningarbréf
Ferilskrá
Afrit af BS og MS prófskírteinum, námskeiðslýsingum og einkunnum (á ensku)
TOEFL/IELTS eða sambærilegar prófniðurstöður
Upplýsingar um tvo umsagnaraðila, tengsl þeirra við umsækjanda og hvernig má hafa samband við þá
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.
Starfshlutfall er 70-100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.04.2025
Birgir Hrafnkelsson, birgirhr@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnám í jarðhita með áherslu á þátt jarðhitavökva í kælingu kvikuinnskota Hlusta Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði Hlusta Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology)...
Sækja um þetta starfLektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut...
Sækja um þetta starfLektor í þýsku Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þýska...
Sækja um þetta starfLektor í kynjafræði, Stjórnmálafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóli Íslands Hlusta Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í kynjafræði....
Sækja um þetta starfLektor í vistfræði sjávar eða ferskvatns Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði vistfræði sjávar eða ferskvatns...
Sækja um þetta starf