Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þýska er kennd til BA- og MA-prófs og sem eins árs diplómanám. Innan greinarinnar eru kennd námskeið í m.a. ritun, talþjálfun, málfræði, málvísindum, bókmenntum, menningu/ Landeskunde og kennslu þýsku sem erlends tungumáls. Þýska er kennd í senn í stað- og fjarnámi.
Helstu verkefni lektorsins eru kennsla og rannsóknir á sviði þýskra fræða/þýsku sem erlendu tungumáli. Hann sinnir kennslu í grunn- og framhaldsnámi og tekur þátt í að þróa fjarnám og kennsluhætti í greininni. Lektornum er ætlað að sinna greinarformennsku auk stjórnunarstarfa innan deildar.
Doktorspróf á sviði þýskra fræða (Germanistik), þýsku sem erlends tungumáls (DaF, DaZ), málvísinda, bókmenntafræði eða annarra hugvísinda sem tengjast verkefnum lektorsins
Framúrskarandi vald á þýskri tungu í ræðu og riti sem samsvarar móðurmálskunnáttu í þýsku.
Reynsla af kennslu í þýsku sem erlendu tungumáli á háskólastigi
Virkni í rannsóknum í þýskum fræðum/ í þýsku sem erlendu tungumáli (á sviði málvísinda, bókmenntafræði, máltileinkunar eða kennslufræði þýsku)
Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Íslenskukunnátta er æskileg
Við ráðningu verður horft til þess að sá sem hlýtur starfið falli sem best að aðstæðum og þörfum Mála- og menningardeildar.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að lektorinn taki til starfa 1. ágúst 2025 eða eftir nánara samkomulagi, enda verði störfum nefnda sem um málið fjalla þá lokið.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu muni ná góðum tökum á íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Háskóli Íslands aðstoðar erlent starfsfólk við að læra og ná tökum á íslensku máli eftir þörfum.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni:
Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil.
Akademíska ferilskrá (Curriculum Vitae).
Ritaskrá.
Skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið.
Greinargerð um rannsókna- og kennsluáform ef til ráðningar kemur.
Upplýsingar um þrjá mögulega umsagnaraðila sem hafa má samband við.
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Ráðið verður í starfið til fimm ára fyrst í stað, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2025
Oddný Guðrún Sverrisdóttir, oddny@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Doktorsnám í jarðhita með áherslu á þátt jarðhitavökva í kælingu kvikuinnskota Hlusta Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á...
Sækja um þetta starfLektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í tölfræði Hlusta Starf doktorsnema í tölfræði er laust til umsóknar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna að...
Sækja um þetta starfLektor í vistfræði sjávar eða ferskvatns Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði vistfræði sjávar eða ferskvatns...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í landfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfLektor í kynjafræði, Stjórnmálafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóli Íslands Hlusta Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í kynjafræði....
Sækja um þetta starf