Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf rannsóknamanns á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða 60-80% starfshlutfall.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og felur m.a. í sér eftirfarandi verkefni:
móttaka sýna og vöru
tölvuskráning sýna og efnavara
kvörðun pípetta
eftirlit voga/ísskápa/frysta
vökvagerð
þvottur og frágangur sérhæfðrar glervöru fyrir rannsóknastofur
Framhaldsskólamenntun
Reynsla af rannsóknavinnu og/eða þar sem unnið er eftir gæðahandbók kostur
Íslenskukunnátta
Færni í mannlegum samskiptum
Áreiðanleiki, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands.
Innan Háskólans eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 25 talsins. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. Jafnframt er Háskóli Íslands öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðlega vísu og hafa vísindamenn Háskólans hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín.
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 17.02.2025
Kristín Ólafsdóttir, stinaola@hi.is
Sími: 5255122
Elísabet Jóna Sólbergsdóttir, betajona@hi.is
Sími: 5255134