Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf lektors í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni starfsins eru kennsla og rannsóknir í tómstunda- og félagsmálafræði. Lektorinn mun jafnframt taka þátt í stjórnun og þróun náms og kennslu í samvinnu við annað starfsfólk deildarinnar. Lögð er áhersla á að lektorinn hafi þekkingu og reynslu á sviði tómstunda- og félagsmálafræði með áherslu á útimenntun og menntandi starf á vettvangi útivistar.
Kennsla í námskeiðum í grunn- og framhaldsnámi.
Leiðsögn með lokaverkefnum nemenda.
Þátttaka í rannsóknum á fræðasviðinu.
Samstarf við annað fræðafólk innan Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda og Menntavísindasviðs.
Samstarf við starfsvettvang tómstunda- og félagsmálafræðinga, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi.
Doktorsprófi á sviði tómstunda- og félagsmálafræði.
Reynsla af kennslu á háskólastigi.
Reynsla af kennslu á sviði tómstunda- og félagsmálafræða er æskileg.
Reynsla af vinnu við rannsóknir og birtingu rannsóknarniðurstaðna, sem kemur m.a. fram í birtingum í ritrýndum tímaritum.
Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Áhersla er lögð á að sá sem starfið hlýtur hafi skýra framtíðarsýn um hlutverk sitt í kennslu og rannsóknum á sviðinu. Horft verður til þess að ráðningin falli sem best að aðstæðum og þörfum deildar og sviðs.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni.
Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur
Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil
Akademíska ferilskrá (Curriculum Vitae)
Ritaskrá
Skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið
Greinargerð um rannsóknar- og kennsluáform ef til ráðningar kemur
Upplýsingar um mögulega umsagnaraðila sem hafa má samband við
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Gert er ráð fyrir að ofangreint starf verði veitt frá 1. júlí 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna munu fjalla.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum.
Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhalds- og háskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.02.2025
Þórdís Lilja Gísladóttir, thg@hi.is
Lára Rún Sigurvinsdóttir, lararun@hi.is
Sími: 5255905
Fá tilkynningu um svipuð störf
Lektor í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild með áherslu á klíníska kennslu á Landspítala- Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust...
Sækja um þetta starfLektor í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild með áherslu á frjósemislækningar- Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar...
Sækja um þetta starfNýdoktor við Heimspekistofnun Hlusta Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf nýdoktors við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu Frelsi til merkingarsköpunar...
Sækja um þetta starfNýdoktor í stærðfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands....
Sækja um þetta starfLektor í starfstengdri siðfræði við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóli Íslands Hlusta Laust er til umsóknar starf lektors...
Sækja um þetta starfLektor á sviði stærðfræðimenntunar hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði stærðfræðimenntunar við...
Sækja um þetta starf