Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Efnafræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans er rannsóknavettvangur efnafræði við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum efnafræði, til að mynda lífrænnar og ólífrænnar efnafræði, eðlisefnafræði og efnagreininga. Starfsfólk efnafræðistofu annast einnig kennslu í grunn- og framhaldsnámi, ásamt því að leiðbeina nemendum í rannsóknatengdu námi.
Starfið er tvíþætt, hluti starfsskyldna (50%) felst í rannsóknum í efnagreiningum sem standast alþjóðlegan samanburð og hinn hluti starfsskyldna (50%) felst í að hafa umsjón með efnagreiningartæki á vegum efnafræðistofu, aðstoða rannsakendur við notkun þeirra og framkvæma mælingar fyrir aðra á mjög sérhæfð tæki.
Doktorspróf í efnafræði.
Rannsóknavirkni á alþjóðavettvangi.
Reynsla af öflun styrkja til innviðauppbyggingar og rannsóknastarfa er æskileg.
Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Við ráðningu verður horft til þess að reynsla umsækjenda falli sem best að áherslum Efnafræðistofu og þörfum er varðar umsjón og uppbyggingu rannsóknainnviða.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að starfið hefjist sem fyrst enda verði störfum nefnda, sem um málið fjalla, þá lokið.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni:
1. Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur
2. Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil
3. Akademíska ferilskrá (Curriculum Vitae)
4. Ritaskrá
5. Skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið
6. Greinargerð um rannsóknaáform ef til ráðningar kemur
7. Upplýsingar um þrjá umsagnaraðila sem hafa má samband við
Í umsókn skal koma fram hvert ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast.
Akademískir starfsmenn með aðsetur á Raunvísindastofnun eru um 60 kennarar og sérfræðingar. Stofnunin er rannsóknarvettvangur kennara, sérfræðinga og framhaldsnema sem stunda grunnrannsóknir í raun- og jarðvísindum. Raunvísindastofnun hefur sterk alþjóðleg tengsl og mörg rannsóknarverkefni eru unnin í víðtæku samstarfi vísindamanna hérlendis og erlendis.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2024
Sigríður Guðrún Suman, sgsuman@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Nýdoktor við Heimspekistofnun Hlusta Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf nýdoktors við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu Frelsi til merkingarsköpunar...
Sækja um þetta starfÍ Borg er markmiðið að allir njóti sín í starfi í streitulitlu starfsumhverfi, fái tækifæri til að gera sitt besta...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði Hlusta Laust er til umsóknar starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar....
Sækja um þetta starfNýdoktor í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam...
Sækja um þetta starfDoktorsnemi í tilraunastjarneðlisfræði Hlusta Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið...
Sækja um þetta starfViltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starf