Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um 50% til 75% starf verkefnastjóra hjá Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista (MSHL). Starfið er til tveggja ára.
Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) er vettvangur fyrir samstarf fimmtán stofnana um uppbyggingu stafrænna rannsóknainnviða, þróun stafrænna rannsóknaaðferða og þátttöku í styrktum verkefnum (innlendum og alþjóðlegum) sem tengjast stafrænum hugvísindum og listum. Starfið felst í þróun og umsýslu verkefna MSHL og aðildarstofnana.
Starfið er við Hugvísindasvið Háskóla Íslands en gert er ráð fyrir að verkefnisstjórinn geti verið með tímabundna aðstöðu hjá öðrum aðildarstofnunum þegar verkefni krefjast þess. Starfshlutfall er að lágmarki 50% en getur verið allt að 75% eftir nánara samkomulagi
Vinnur að þróun nýrra verkefna og styrkumsókna með aðildarstofnunum.
Tekur þátt í verkefnum hjá aðildarstofnunum sem styrkt eru í gegnum MSHL.
Aðstoðar við þróun og umsýslu annarra verkefna á sviði stafrænna hugvísinda.
Sinnir samskiptum við aðildarstofnanir MSHL og stuðlar að auknu samstarfi þeirra á milli.
Sér um samskipti við helstu hagaðila, eins og stjórn Innviðasjóðs, viðeigandi ráðuneyti, Rannís og við fjölmiðla.
Skipuleggur og undirbýr fundi stjórnar og vinnuhópa MSHL.
Sér um samninga- og skýrslugerð fyrir Innviðasjóð og aðra sjóði vegna styrktra verkefna.
Heldur utan um skipulag viðburða og kynningar á þeim.
Sinnir öðrum verkefnum sem aðildarstofnanir óska eftir og samþykkt eru af stjórn MSHL.
Meistaragráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði hugvísinda, lista eða upplýsingatækni
Reynsla af stafrænum hugvísindum er æskileg
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu
Gott vald á íslensku er æskilegt
Gott vald á ensku
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að umsækjandi geti hafið störf 1. janúar 2025, eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Umsóknir þurfa að berast í gegnum Starfatorg að meðfylgjandi eftirfarandi gögnum:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 50-75%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024
Eiríkur Smári Sigurðarson, esmari@hi.is
Fá tilkynningu um svipuð störf
Verkefnastjóri í markaðsmálum Endurmenntunar HÍ Hlusta Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra í markaðsmálum í öflugt markaðs- og þjónustuteymi. Í...
Sækja um þetta starf