Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar 80% starf verkefnisstjóra Executive MBA náms í Háskóla Íslands.
Ert þú skipulagður og þjónustumiðaður einstaklingur sem brennur fyrir því að taka þátt í að þróa nýjar leiðir og hefur gaman af samskiptum við fólk úr ólíku umhverfi?Þá gæti starf verkefnisstjóra Executive MBA námsins verið fyrir þig.
Executive MBA námið við Háskóla Íslands miðar að því að auka færni nemenda í stjórnun og rekstri. Mikil áhersla er lögð á tengsl við atvinnulífið og að hvert námskeið sé bæði framúrskarandi og metnaðarfullt.
Þjónusta við nemendur og kennara MBA námsins
Utanumhald og framkvæmd viðburða
Þátttaka í kynningar- og markaðsmálum
Umsjón með vefsíðu MBA námsins
Önnur tilfallandi verkefni vegna MBA námsins
Starfssvið verkefnisstjóra felst í samskiptum og þjónustu við Executive MBA nemendur og kennara námsins ásamt skipulagningu viðburða. Auk þess felur starfið í sér markaðs- og kynningarmál og utanumhald viðburða, sem innifelur stundum viðveru utan hefðbundins dagvinnutíma.
Háskólapróf á sviði viðskiptafræði. Meistaragráða í viðskiptafræði og/eða verkefnasstjórnun er kostur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu, ásamt ríkri þjónustulund
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
Góð enskukunnátta
Reynsla af vinnu í Microsoft 365, þ.m.t. Microsoft Excel
Þekking á háskólasamfélaginu er kostur
Reynsla af samfélagsmiðlum og markaðsmálum er kostur
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Greinargerð þar sem áhuga fyrir starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.
Á Félagsvísindaviði starfa á þriðja hundrað manns að kennslu og rannsóknum. Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og lögð er áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öflugar samræður við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið.
Viðskiptafræðistofnun heyrir undir Viðskiptafræðideild á Félagsvísindasviði. Stofnunin heldur úti öflugu Executive MBA námi ásamt ýmsum fræðslutengdum viðburðum.
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 15.11.2024
Brynhildur Lilja Björnsdóttir, bryn@hi.is