Samhjálp var stofnað árið 1973 og hefur því starfað í rúma hálfa öld. Samhjálp rekur sjö starfsstöðvar en um 30 einstaklingar starfa hjá félaginu ásamt nokkrum fjölda sjálfboðaliða. Stærsta starfsstöðin og jafnframt sú elsta, er meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal en þar er pláss fyrir um þrjátíu einstaklinga í meðferð hverju sinni. Samhjálp rekur tvö áfanga- og stuðningsheimili fyrir átta karlmenn hvort, annað í Reykjavík og hitt í Kópavogi. Kaffistofa Samhjálpar sem er opin alla daga ársins og er í Borgartúni í Reykjavík. Skrifstofa Samhjálpar, sem er þjónustumiðstöð félagsins og miðstöð fjáröflunar, er í Skútuvogi 1g.