Í Sæmundarskóla starfa 490 nemendur og um 80 starfsmenn saman undir einkunnarorðunum Gleði – Virðing – Samvinna. Skólastarfið hófst í Sæmundarseli við Ingunnarskóla árið 2004. Selið varð svo sjálfstæður skóli um áramótin 2006 – 2007 og var nefndur Sæmundarskóli eftir Sæmundi fróða. Skólinn er í nýrri og glæsilegri byggingu sem formlega var tekin í notkun haustið 2011.
Frístundaheimilið Fjósið er fyrir börn í 1.-4. bekk í Sæmundarskóla og félagsmiðstöðin Fókus býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.