Norðlingaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn tók til starfa í ágúst 2005 og liggur á milli Rauðavatns og Elliðavatns. Starfs- og kennsluhættir Norðlingaskóla byggja á hugmyndum um skóla án aðgreiningar og áherslum menntastefnu Reykjavíkur þar sem lögð er áhersla á samkennslu, einstaklingsmiðun og teymisvinnu starfsfólks.
Frístundaheimilið Klapparholt er fyrir börn í 1.-4. bekk í Norðlingaskóla og félagsmiðstöðin Holtið býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.
Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri. Netfang: adalbjorg.ingadottir@rvkskolar.is