Leikskólinn Suðurborg tók formlega til starfa árið 1979. Hann starfar nú í tveimur byggingum og rúmar önnur þeirra eina deild en hin 6 deildir auk sameiginlegra rýma. Deildirnar heita Brekkukot, Lækjarkot, Hólakot, Krílakot, Dvergakot og Álfakot. Á Suðurborg eru 40 starfsmenn og þar dvelja 106 börn samtímis.
Leikskólastjóri er Berglind Hallgrímsdóttir