Leikskólinn Sólborg er fjögurra deilda leikskóli sem staðsettur er í tveimur húsum.
Börnin eru 75 talsins og skiptast á fjórar stofur: Reynistofu, Víðistofu (táknmálsdeild), Furustofu og Birkistofu. Starfsmenn á Sólborg eru 35.
Leikskólinn Sólborg hefur sérhæft sig í að mæta þörfum barna með heyrnarskerðingu, heyrnarleysi og börnum sem hafa farið í kuðungsígræðslu.
Leikskólastjóri er Guðrún Jóna Thorarensen
Aðstoðarleikskólastjóri er Margrét Gígja Þórðardóttir