Ævintýraborg við Nauthólsveg 81 er sex deilda leikskóli þar sem um 100 börn munu dvelja í leik og starfi.
Staðsetning skólans gerir það að verkum að leikskólastarfið mun byggja á útileikjum og útinámi og lögð er áhersla á að Öskjuhlíðin verði vettvangur fyrir rannsóknir og útikennslu. Starfsemi hófst í september 2022.
Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar.
Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.
Leikskólastjóri er Anna Metta Norðdahl