Leikskólinn Heiðarborg var stofnaður í júní árið 1990. Hann er staðsettur nálægt Rauðavatni, Elliðaárdalnum og hesthúsunum í Víðidal og njótum við samvista við þessar náttúruperlur í gönguferðum og útinámi. Á Heiðarborg dvelja um 70 börn samtímis á fjórum deildum. Á deildunum Bala og Laut eru 3-6 ára börn, á Lundi 2-3 ára og á Brekku 12-24 mánaða börn. Starfsfólk er um 20 talsins.
Leikskólastjóri er Jóhanna Benný Hannesdóttir
Opnunartími Heiðarborgar er frá 7:30 til 17:00