Fallorka var stofnað árið 2002 og selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land.
Árið 2007 hóf Fallorka raforkusölu á almennum markaði um land allt.
Fallorka leitast við að veita viðskiptavinum sínum bæði góða þjónustu og hagkvæmt verð á rafmagni.
Einnig er lögð rík áhersla á stöðugar umbætur í rekstri. Þótt virkjanir Fallorku séu ekki stórar þá hefur afhending á raforku til viðskiptavina aldrei brugðist vegna bilana eða vatnsleysis.
Fallorka rekur Djúpadalsvirkjanir I og II auk Glerárvirkjunar ásamt því að standa fyrir fleiri virkjunarkostum í nágrenni Akureyrar.
Fyrirtækið er að fullu í eigu Norðurorku og vinnur einnig í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet. Sjá nánar á www.fallorka.is