Lota er framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði verkfræði og ráðgjafar. Stofuna má rekja allt til ársins 1960 og sú reynsla sem skapast hefur í gegnum árin endurspeglast í þeim lausnum og þjónustu sem við veitum stórum hópi viðskiptavina okkar úr einkageiranum sem og hinu opinbera.
Lota hefur vaxið frá því að vera lítil sérhæfð rafmagnsverkfræðistofa yfir í framsækið þjónustufyrirtæki. Starfsemin tengist enn raforkumálum svo sem flutningi, dreifingu og framleiðslu, auk þess sem Lota þjónustar stóra viðskiptavini í ferðaþjónustu, iðnaði og viðkvæmum rekstri á borð við spítala og gagnaver. Lota býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í flóknum iðnstýringum, loftræsti -og kælikerfum, bruna- og öryggishönnun. Þá hafa mörg verkefni Lotu verið í áætlanagerð, fýsileikagreiningum, verkefnaþróun og verkefnastýringu.
Við erum blandaður hópur af góðu fólki sem finnst skemmtilegt að veita einfaldar, áreiðanlegar og skýrar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Höfum þetta einfalt.