Betra bak var stofnað árið 1994 og höfum við frá upphafi einsett okkur að vera leiðandi í að kynna gestum okkar nýjungar á rúmamarkaði ásamt því að sérhæfa okkur í sölu á viðurkenndum heilsudýnum og stillanlegum rúmum. Betra bak hefur ávallt fylgt þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðin 26 ár og komið fram með nýjungar frá heimsþekktum vörumerkjum.
Til að mæta þörfum gesta okkar býður Betra bak margar gerðir rúma en í gegnum árin hafa okkar helstu samstarfsaðilar verið Tempur og Serta. Nýlega buðum við Hästens velkomin í Betra bak fjölskylduna. Hästens rúmin eru heimsþekkt fyrir gæði og vandað handverk þar sem engar málamiðlanir eru gerðar við hönnun þeirra og smíði. Hästens var stofnað í Svíþjóð árið 1852 og er nú í eigu fimmta ættliðar sömu fjölskyldu sem handgerir öll sín rúm í Köping í Svíþjóð.
Það er ekki sjálfgefið að ná að verða 26 ára í verslun á Íslandi. Við erum virkilega stolt af því að eiga þátt í því að þúsundir Íslendinga nái hámarks hvíld og vellíðan fyrir dag hvern með því að hafa valið Betra bak. Við þökkum traustið sem fjölskyldufyrirtæki okkar hefur verið sýnt og hlökkum til að leggja metnað okkar í að velja einungis það besta í verslun Betra baks.