Skrifstofa Alþingis annast margvíslega þjónustu við þingmenn og þá sem leita þurfa upplýsinga eða með erindi sín til þingsins.
Nánari upplýsingar um verkefni skrifstofunnar er að finna í skipuritinu. Laus störf á skrifstofu Alþingis eru auglýst með tilkynningum á vef Alþingis og á Starfatorgi.
Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.
Við störfum af heilindum og vöndum vinnubrögð okkar.
Við treystum hvert öðru og sýnum virðingu í samskiptum.
Við erum jákvæð gagnvart breytingum og göngum á undan með góðu fordæmi.