Frá stofnun hefur fjölskyldufyrirtækið vaxið og dafnað og tekur árlega við miklum fjölda erlendra ferðamanna. Bílar fyrirtækisins eru nálægt þremur tugum, vel búnir, nýir eða nýlegir og fara vel með farþega og starfsmenn.
Ferðaskrifstofan býður einnig upp á fjölþættar ferðir fyrir Íslendinga erlendis. Auk þeirra ferða sem finna má á heimasíðu fyrirtækisins þá hefur ferðaskrifstofan getið sér gott orð fyrir skipulagningu ferða fyrir hina ýmsu sérhópa s.s. starfsmannafélög, húsmæðraorlof, kvenfélög, námsferðir og útskriftarhópa.