Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu.
Okkar hlutverk er að:
Vernda líf og heilsu, eignir og umhverfi með því að tryggja virkt eftirlit með gæðum og öryggi í mannvirkjagerð, brunavörnum, minnkun vistspors og réttleika skráningar fasteigna.
Tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu.
Stuðla að stöðugleika og virkni á húsnæðismarkaði með greiningum á íbúðaþörf, birtingu rauntímaupplýsinga og áreiðanlegu fasteignamati.
Stofnunin hefur aðsetur á þremur stöðum, Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki.