Hjá sveitarfélaginu starfa nú um 400 manns við fjölmargar þjónustustofnanir, sem veita íbúum þá þjónustu sem gott sveitarfélag þarf að veita.
Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að ráða þann hæfasta hverju sinni og viðhafa hverju sinni vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar. Ráðningu skal byggja á kröfu um menntun, reynslu, færni og hæfni í mannlegum samskiptum.