Tækifærin hjá okkur eru fjölmörg og markmiðið er að byggja upp fjölbreyttan vinnustað þar sem ólík gildi og menning eru aflgjafi nýsköpunar. Við trúum því að þannig náist betri árangur og forsendur fyrir krefjandi og uppbyggilegu vinnuumhverfi.
Starfsfólk okkar býr yfir fjölbreyttri reynslu og menntun og jafnfréttisstefna er samofin rekstri fyrirtækisins. Við gerum miklar kröfur til okkar fólks en bjóðum jafnframt spennandi tækifæri til að þroskast í starfi og taka þátt í að gera Landsvirkjun enn verðmætari fyrir þjóðina.
Græn orka er í lykilhlutverki í loftslagsaðgerðum. Okkur hefur verið treyst fyrir endurnýjanlegum orkulindum þjóðarinnar og þá ábyrgð ætlum við að axla. Um leið og við leggjum okkar af mörkum til loftslagsmála ætlum við sem fyrr að vanda til verka og ganga vel um náttúruna. Verðmætasköpun og sjálfbærni eru leiðarljós í öllu okkar starfi.
Við leggjum ríka áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður enda mannauður lykillinn að árangri og velgengni. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur framsækni, ráðdeild og traust að leiðarljósi í allri sinni vinnu.