Við erum sannfærð um að hver einstaklingur hafi eitthvað dýrmætt fram að færa. Við erum fjölbreyttur og samheldinn hópur starfsmanna frá öllum heimshornum, sem starfar saman að því að gera fólki kleift að gera heimilislífið þægilegra, sjálfbærara og heilsusamlegra. Saman byggjum við upp fjölbreytt, innihaldsríkt, opið og heiðarlegt vinnuumhverfi. Við störf okkar höfum við að leiðarljósi framtíðarsýn IKEA um að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Fyrir viðskiptavini okkar, birgja okkar og vinnufélaga.